Vöruframboðið.
Sónar ehf var stofnað í nóvember 2005 af Guðmundi Bragasyni og Vilhjálmi Árnasyni.
Við höfum frá upphafi boðið vönduð siglingatæki og framúrskarandi þjónustu við þau.
Vöruúrvalið er byggt upp af tækjum frá JRC sem er einn stærsti og öflugasti framleiðandi siglingatækja í heiminum, sjálfstýringum frá Comnav sem eru þekktar fyrir gæði og öryggi, sónartækjum frá WESMAR, fjölnota kortaplotterum frá SEIWA sem geta einnig unnið sem dýptarmælar og ratsjár auk þess að vera myndavélaskjáir fyrir eina eða fleiri myndavélar. Ennfremur eigum við alltaf til á lager helstu gerðir loftneta og annarra aukahluta
Við leggjum metnað okkar í að eiga eða geta útvegað öll þau tæki sem þarf til notkunar um borð í skipum við Ísland og sækjumst eftir því að eiga gott samstarf við notendur þeirra til þróunar lausna sem geta gert rekstur útgerða hagkvæmari og vinnuumhverfi íslenskra sjómanna þægilegra og öruggara.
Hér á eftir kemur yfirlit yfir helstu birgja okkar í tækjabúnaði.
JRC
JRC er einn stærsti framleiðandi siglinga og fjarskiptatækja í heiminum í dag. Þeir framleiða tæki fyrir allar stærðir skipa og báta og má sem dæmi um tæki frá þeim nefna ratsjár, dýptarmæla, GPS tæki, plottera, talstöðvar, gervihnattafjarskiptabúnað ofl.
COMNAV
Comnav er einn stærsti framleiðandi sjálfstýringa í dag. Þessar sjálfstýringar eru íslenskum sjómönnum að góðu kunnar og eru hátt í 100 stykki í notkun í bátum og skipum á íslandsmiðum. Þær geta tengst öllum helstu gerðum stýrisbúnaðar, kompásum og hliðarskrúfum. Við þær ereinnig hægt að fá mikið úrval fjarstýringa bæði til notkunar inni í brú og úti á dekki.
KAIJO
Kaijo Sonic hefur til fjölda ára framleitt sónartæki og dýptarmæla til notkunar í stærri fiskiskipum. Tækin frá Kaijo hafa ávallt verið þekkt fyrir einstaka gæðasmíði og eru vandfundin sónartæki sem komast nálægt Kaijo tækjunum hvað varðar syrkleika og áreiðanleika botnbúnaðar.
Þetta skilar sér til notenda í lágmarks bilunum og frátöfum frá veiðum
ENL
ENL er framleiðandi WASSP þrívíddardýptarmælisins sem er mesta bylting í dýptarmælatækni sem komið hefur fram í fjölda ára. WASSP mælirinn hefur þann eiginleika að geta séð miklu stærra svæði undir bátnum en aðrir mælar auk þess að geta kortlagt botninn bæði í tvívídd og þrívídd auk þess að staðsetja fisk og kortleggja botnhörku.
RAYMARINE
Raymarine er án efa þekktasti framleiðandi heims á sambyggðum siglingatækjum fyrir minni báta. Auk þeirra framleiða þeir ýmis önnur tæki svo sem sjálfstýringar, talstöðvar, AIS tæki svo eitthvað sé nefnt. Raymarine tæki eru í mjög mörgum bátum hér við land og hafa reynst ákaflega vel.
SEATEL
Seatel er brautryðjandi í veltuleiðréttum gerfihnattamóttökudiskum fyrir skip. Þeir eru enn í fararbroddi og eru nær einráðir á íslenskum markaði fyrir þessa tegund búnaðar. Sónar hefur verið umboðsaðili fyrir Seatel síðan sumarið 2008
SAILOR
Sailor sem eru í eigu danska fyrirtækisins Thrane&Thrane eru óumdeildir leiðtogar á sviði fjarskiptabúnaðar fyrir skip af öllu stærðum. Sailor tækin eru um borð í nær öllum skipum íslenska flotans og við hjá Sónar ætlum okkur að sjá til þess að þannig verði það áfram um ókomna tíð.
KANNAD
Kannad er einn virtasti framleiðandi á neyðarbaujum á markaðnum. Þetta franska fyrirtæki framleiðir allar gerðir af neyðarbaujum, bæði frífljótandi sem losna sjálfvirkt frá sökkvandi skipi og baujur sem ætlaðar eru til að taka með sér í gúmmíbát.
Baujurnar eru fáanlegar bæði með og án GPS en GPS baujurnar senda staðsetningu sína með neyðarkallinu til björgunarmiðstöðva um allan heim og tryggja þannig að hægt er að senda hjálp beint á slysstað og leitartími styttist umtalsvert sem getur skipt skpum í okkar ískalda sjó.
SEIWA
Seiwa plotterarnir eru til í mörgum stærðum og bjóða upp á mikla möguleika í uppsetningu og tengingum. Sem dæmi má nefna að sem grunneining eru þeir einungis kortaplotter. Með því að tengja við tækið dýparmæliseiningu og botnstykki verður það fullgildur dýptarmælir. Á sama hátt er hægt að bæta við það ratsjá, myndavélum eða jafnvel sjónvarpsmóttakara eða DVD spilara. Verðið á þesum búnaði er mjög gott miðað við aðra framleiðendur í þessum tækjaflokki.
WESMAR
Wesmar hefur framleitt sónartæki í yfir 30 ár. Sónartækin frá þeim hafa reynst sérstaklega vel í snurvoðarbátum hér við land og skilað notendum miklum ávinningi. Nýlega setti Wesmar á markað nýja gerð slíks tækis sem er mjög fyrirferðarlítið og á mjög hagstæðu verði sem gerir fleirum en áður kleift að nýta sér þá möguleika sem sónartæki bjóða upp á umfram hefðbundna dýptarmæla.
Wesmar framleiðir einnig höfuðlínusónartæki, og hefur náð umtalsverðri markaðshlutdeild á þeim 12 árum sem þeir hafa verið með í þeirri samkeppni. Stór hluti íslenska fjölveiðiskipaflotans er búinn þessum höfuðlínusónar og hefur hann reynst vel og komið með fjölda nýjunga inn í þessa tegund tækja
C-Map
Við erum með söluumboð fyrir hin þekktu C-Map sjókort. Við eigum ávallt til nýjustu uppfærslur korta frá þeim sem við fáum send um leið og þa eru uppfærð. Þá setjum við þau inn á kortakubba þegar við seljum þau og afgreiðum því einungis nýjustu útgafu hverju sinni. Við getum einnig uppfært kort fyrir eigendur eldri korta gegn mun lægra verði en ný kort kosta.
Annað
Við erum einnig með ýmsar aðrar vörur á boðstólum svo sem mikið úrval loftneta, vatnsþéttra hátalara auk fylgihluta með siglinga og fiskileitartækjum. Hafi viðskiptavinir okkar þörf fyrir aðrar vörur erum við alltaf tilbúnir að skoða hvort, og hvernig við getum mætt þeim þörfum.