Sailor 6150 Mini-C
Sailor Mini-C tæki með neyðarhnappi fyrir skip sem ekki þurfa GMDSS samþykkt Mini -C tæki.
SAILOR 6150 Mini-C tækið er sérstaklega ætlað til þess að sinna sjálfvirkri tilkynningarskyldu skipa sem eru utan drægis strandstöðva.það getur einnig sinnt fjarskiptum svo sem telex og tölvupóstsendingum og móttöku.
SAILOR Mini-C tæki eru vinsælustu tækin í sínum flokki í íslenskum skipum vegna einfaldleika í notkun og rekstraröryggis.
Helstu eiginleikar:
- Einfalt í uppsetningu, sendir, móttakari og loftnet sambyggð.
- Sjálfvirk tilkynningarskylda, fjarstýrð frá vaktstöð siglinga
- Telex fjarskipti
- Sending og móttaka tölvupósts
- Neyðarhnappur sem sendir staðsetningu og nafn skips í neyð
- Innbyggður 50 rása GPS
Sjá enskan bækling fyrir Sailor 6150 Mini-C hér