EM-TRAK A200, Class A AIS tæki
Fullkomlega viðurkenndur Class A AIS með björtum háupplausnar litaskjá sem sést vel á við öll birtuskilyrði.
Tækið er vatnshelst þannig að hægt era ð setja það upp hvar sem er, innan dyra eða utan. Stórir takkar tryggja að einfalt er að nota það við allar aðstæður.
A200 hefur alla tengimöguleika, NMEA0183, NMEA2000 innbyggt WiFi þýðir að það er hægt að tengjast öllum kerfum sem geta nýtt AIS upplýsingar.
A200 er fullkomið Class A tæki fyrir atvinnubáta og skip sem þurfa traust og áreiðanlegt AIS tæki með miklum möguleikum.
Helstu eiginleikar:
- 12,5W sendiafl
- Vinnur öll AIS merki og skilaboð
- Hefur allar viðurkenningar, svo sem IMO og Solas
- Vatnsþétt IP 67
- Litaskjár með sjókortamöguleika
- Allir tengimöguleikar, NMEA 0183, NMEA 2000 og WiFi
- Fullkomin AIS vinnsla, AIS skilaboð, MOB og SART vöktun, AtoN, og veður/ umhverfisvöktun
Enskan bækling með nánari tæknilegum upplýsingum um Em-Trak A200 má finna hér: Em-trak-Datasheet_A200
Stuttar leiðbeiningar um uppsetningu og tengingar má finna hér: A200-Quick-Start-Guide-v4