Sónar er með söluumboð fyrir hin þekktu C-Map sjókort. Við eigum ávallt til nýjustu uppfærslur korta frá þeim sem við fáum send um leið og þa eru uppfærð. Þá setjum við þau inn á kortakubba þegar við seljum þau og afgreiðum því einungis nýjustu útgafu hverju sinni. Við getum einnig uppfært kort fyrir eigendur eldri korta gegn mun lægra verði en ný kort kosta.

C-MAP kort NT-Max

Vörunúmer: EN-M402
CMAP sjókort. Hagkvæmur kostur fyrir margar gerðir plottera og siglingatölva.

Sónar er umboðsaðili C-Map á Íslandi. 

Við eigum ávallt til nýjustu sjókort sem til eru í kortagrunni C-MAP, bæði við Ísland og önnur lönd í heiminum.

 
Við getum útbúið kortakubba í flestar gerðir plottera af hvaða hafsvæði sem er. Vinsamlega hafið samband og við finnum út úr því hvort plotterinn þinn notar C-MAP kort og hvort til er kort af því hafsvæði sem þú ætlar á
 

C-Map Professional +

Vörunúmer: C-Map pro+
Nákvæm sjókort fyrir atvinnumenn sem þurfa tíðar uppfærslur.

C-Map professional +  kortin hafa meiri möguleika en NtMax kortin og eru uppfærð örar.

Hægt er að velja á milli þess að kaupa kortin og uppfæra þau eftir því sem menn meta þörfina á því, eða kaupa áskrift til eins árs í einu og eru þa allar uppfærslur á árinu innifaldar.

C-Map Professional + er hægt að kaupa fyrir stór svæði eða minni allt eftir þörfum hvers og eins.