Tækjapakki Einar Guðnason ÍS
Báturinn Einar Guðnason ÍS, er nýsmíði frá Trefjum sem afhentur var í Desember 2020.
Við sáum um val á tækjum og hönnun tækjauppsetningar, og allan frágang þeirra í samráði við skipstjóra og útgerð.
Báturinn er vel búinn tækjum bæði til siglinga og fiskileitar og er fyrsti báturinn í króka aflamarkskerfinu þar sem sett er upp skjáveggskerfi með sama hætti og tíðkast í stærri skipum flotans.
Með því er hægt að stilla upp myndum frá öllum tækjum brúarinnar á tvo 43 tommu skjái í beinni sjónlínu skipstjórans. Það er hægt að velja hversu stóran hluta skjánna hver mynd tekur og ef eitthvert tæki krefst fullrar athygli skipstjórans er hægt að setja hana í fullri stærð á allar 43 tommurnar. Einn af kostum þessa kerfis er að hægt er að stilla skjábirtu allra skjáanna sem tengdir eru við það samtímis ef notaðir eru samhæfanlegir skjáir.
Skjáirnir sem við notum í kerfið koma allir frá AG Neovo og eru með hert gleri framan á skjáfletinum sem minnkar hættu á að þeir brotni og auðveldar þrif til mikilla muna.
Við hjá Sónar óskum áhöfn og útgerð til hamingju með þennan glæsilega bát og hlökkum til samstarfsins sem er framundan.
Flokkur | Tæki | Gerð | Lýsing |
Siglingatæki | Ratsjá | Raymarine Quantum 2 við Axiom Pro | Magntrónulaus CHIRP radar með Doppler tækni |
Siglingatölva | Olex 3D | Siglingatölva með þrívíddargrunni | |
Siglingatölva | Maxsea Professional | Siglingatölva með þrívídd | |
Sjálfstýring | Comnav P4 | Fullkomin sjálfstýring með hliðarskrúfustjórnun og fullkomnu útistýri | |
Hliðarskrúfustýring | Comnav CT-7 | Hliðarskrúfustjórnbox fyrir 2 hliðarskrúfur | |
GPS kompás | JRC JLR-21 | Þriggja loftneta GPS kompás með miklum tengimöguleikum | |
GPS | JRC JLR-7600 | Vandað GPS tæki fyrir atvinnumenn | |
Plotter | Axiom Pro 12″ | Fjölnotaplotter með ratsjártengingu | |
AIS tæki | Em-Trak A200 Class A AIS | Class A AIS tæki með litaskjá | |
Vindhraðamælir | Gill Windsonic | Einfaldur og öruggur vindhraðamælir sem getur tengst tölvum | |
|
|||
Fiskileitartæki | Dýptarmælir | JRC JFC-180 | 4 tíðna dýptarmælir 3 Kw |
Dýptarmælir | Simrad ES-80 | Dýptarmælir, 28 Khz með stærðargreiningu | |
Straummælir | JRC JLN-652 | 4 geisla straummælir með fjölbreyttri framsetningu upplýsinga | |
|
|||
Fjarskipta og öryggisbúnaður | VHF talstöðvar | Sailor 6215 2 stykki | Vandaðar Class D DSC talstöðvar |
Inmarsat C | Sailor 6150 Mini C | Mini-C með neyðarhnapp, nýtist sem tilkynningaskylda utan AIS svæðis | |
Sími | Huawei Sími/ Router | ||
Gagnatenging | Teltonica Router | ||
Brúarvakt | Alpha BNWAS | Brúarvakt með hreyfiskynjara sem minnkar líkur á að skipstjóri sofni á vakt | |
Kallkerfi | Raymarine RAY 430 | 4. rása kallkerfi | |
|
|||
Myndavélakerfi | Hitamyndavél | Flir M232 | Stýranleg myndavé fyrir nætusjón |
Myndavélar | Raymarine CAM 220 | Vatnsþéttar Full HD IP myndavélar | |
Vélarrúmsmyndavél | Raymarine AX-8 | Myndavél fyrir vélarrúm, með innrauðri vöktun á hitabreytingum | |
Eftirlitsmyndavélakerfi | IP Pro. PC hugbúnaður | ||
|
|||
Skjáuppsetning | Skjástýring | Pacific MS-3 | Skjáveggsstýring fyrir 20 innganga og 16 útganga. |
Aðalskjáir í brú | AG Neovo QX-43 | Mög sterkbyggðir og bjartir 43″ skjáir með glerhlíf | |
Aukaskjáir í brú | AG Neovo RX-22G | Mög sterkbyggðir og bjartir 22″ skjáir með glerhlíf | |
Skjár fyrir dekk | Dell 43″ Quad 4K | Skjár innan við glugga út á dekk. | |
|
|||
Annar búnaður | Útvarp | Alpine | |
Sjónvarp | Samsung | ||
Höfuðtólakerfi | Sónar 2. rása. | Tveggja rása útvarpskerfi f. höfuðtól með kallkerfistengingu | |
Loftnet | Scan Antenna | Öll loftnet eru frá Scan Antenna | |
NMEA tengibúnaður | Actisense | Allur NMEA tengibúnaður kemur frá Actisense |