Koden KGP-922 IMO samþykkt GPS tæki

Koden KGP-922 er IMO viðurkenndur GPS móttakari fyrir stærri skip. Hann hefur einstaklega bjartan og skýran 4.3 tommu háupplausnarskjá með stórum og skýrum stöfum. Að auki býður hann upp á margar litasamsetningar sem gera hann skýran og læsilegan við allar birtuaðstæður, hvort sem er í bjartri sól eða náttmyrkri.

72 rása GPS móttaka gefur nákvæmari staðsetningu, hraða og stefnu. Hefur notendavænt takkaborð og tvo sjálfstæða útganga fyrir NMEA 0183 sem hægt er að sérsníða að þörfum notenda.

Features:

  • IMO viðurkenndur GPS móttakari
  • Bjartur og skýr 4,3″ litaskjár
  • Lóran tölu aflestur
  • Þægilegt takkaborð
  • Aðvelt að fella inn í púlt eða setja upp á borð eða neðan í loft
  • 10.000 leiðarpunktar
  • 10 leiða minni
  • 3.000 ferilpunktar
  • 6 mismunandi skjámyndir
  • Tveir sjálfstæðir NMEA-0183 útgangar
  • Ethernet tengi fyrir LAN tengingu
Skjár: 4,3″ litaskjár, upplausn 480×272 punktar
Gagnatengi:  2 NMEA 0183 útgangar, Ethernet tengi
Leiðarpunktar: 4,000 , atviksmerki 1000
Leiðir: 100
Innsetning leiðarpunkta: Lengd/Breidd, Stefna og fjarlægð, Atvik, Lórantölur
Ferlar: 3000 punktar
Plotterskalar: 0.025, 0.05, 0.1, 0.2, 0.5, 1, 2, 5, 10, 20 sjómílur
Plott milibil: 1 – 30 sek  or 0.01 – 1 sjómílur
Aðvaranir: Komuaðvörun, Rekaðvörun, Af Leið aðvörun
Segulskekkja: Sjálfvirk eða handvirk
Einingar: NM/KTS, kM/kPH, mi/miPH,
LORAN C/A breyting: Breytir  Lengd/Breidd í  lórantölur
GPS móttakari: 72 rása SBAS (WAAS, MSAS, EGNOS)
Flokkur: Merkimiði: