Raymarine Axiom 2 Pro fjölnotaplotter
Mjög öflugt fjölnotatæki, fáanlegt með innbyggðum dýptarmæli sem sýnir þrívíddarmynd af botni auk fisklóðninga. Einnig er innbyggður í það mjög öflugur 1 Kw. dýptarmælir fyrir veiðar á djúpu vatni.
Ef þörf er á enn öflugri dýptarmæli er hægt að tengja við tækið 2 kw. dýptarmæliseiningu sem ræður við allar fiskveiðar minni og meðalstórra báta.
Axiom 2 Pro tækið er með hraðvirkum sex kjarna örgjörva, bæði snertiskjá og takkaborði (HybridTouch) og mjög einföldu og aðgengilegu stýrikerfi með íslensku notendaviðmóti.
Það getur unnið sem þungamiðja í fullkomnu stjórnkerfi báta og hægt að tengja við það fjöldan allan af tækjum sem stjórnað er miðlægt frá því, svo sem radar, sjálfstýringu, AIS tæki, myndavélar, vélbúnað bátsins og hljóðkerfi hans svo eitthvað sé nefnt.
Axiom 2 Pro tækið hefur bæði WiFi og bluetooth tengingu og getur því tengst öllum nýrri snjalltækjum sem býður upp á nær endalausa möguleika.
Hægt er að keyra fjölda smáforrita (APP) á Axiom línunni svo sem Spotify, Netflix ofl. sem eykur enn á notagildi þessara tækja.
Vinnuspenna Axiom 2 Pro er 12 og 24 volt og það tengist öðrum tækjum í bátnum með NMEA2000 netkerfistengingu.
Axiom 2 Pro tækið er fáanlegt í þremur stærðum, 9”, 12” og 16” skjástærð. Tækið er bæði hægt að festa ofan á borð eða fella inn í mælaborð.
Sjá nánari upplýsingar um tækið á vefsíðu framleiðanda hér:
Sjá nánari upplýsingar um Raymarine Axiom Pro fjölnotaplotter á vefsíðu framleiðenda – hér