Kannad er einn virtasti framleiðandi á neyðarbaujum á markaðnum. Þetta franska fyrirtæki framleiðir allar gerðir af neyðarbaujum, bæði frífljótandi sem losna sjálfvirkt frá sökkvandi skipi og baujur sem ætlaðar eru til að taka með sér í gúmmíbát.
Baujurnar eru fáanlegar bæði með og án GPS en GPS baujurnar senda staðsetningu sína með neyðarkallinu til björgunarmiðstöðva um allan heim og tryggja þannig að hægt er að senda hjálp beint á slysstað og leitartími styttist umtalsvert sem getur skipt sköpum í okkar ískalda sjó.
Sýnir allar 4 leitarniðurstöður
-
Kannad SafePro neyðarbaujur
Kannad SafePro neyðarbaujur
Sterkbyggðar neyðarbaujur með bæði GPS og hinu nýja evrópska Galileo staðsetningarkerfi.
-
Kannad Safelink AIS SART
Kannad Safelink AIS SART
AIS sendir til notkunar í björgunarbátum til þess að staðsetja þá nákvæmlega í leit og björgun. Kemur í stað eldri Radar SART tækjanna. -
Kannad FastFind Crew1
Kannad FastFind Crew1
Neyðarsendir sem gefur stöðuga staðsetningu inn á AIS tæki ef maður fellur fyrir borð. -
Kannad FastFind Returnlink PLB
Kannad FastFind Returnlink PLB
Fyrirferðarlítill neyðarsendir sem vinnur á Cospas – Sarsat. Er með hinni byltingarkenndu Galileo ReturnLink tækni