EM-TRAK B100 Class B AIS tæki
EM-TRAK A200, Class A AIS tæki
Fullkomlega viðurkenndur Class A AIS með björtum háupplausnar litaskjá sem sést vel á við öll birtuskilyrði.
Tækið er vatnshelst þannig að hægt era ð setja það upp hvar sem er, innan dyra eða utan. Stórir takkar tryggja að einfalt er að nota það við allar aðstæður.
A200 hefur alla tengimöguleika, NMEA0183, NMEA2000 innbyggt WiFi þýðir að það er hægt að tengjast öllum kerfum sem geta nýtt AIS upplýsingar.
A200 er fullkomið Class A tæki fyrir atvinnubáta og skip sem þurfa traust og áreiðanlegt AIS tæki með miklum möguleikum.
Helstu eiginleikar:
-
- 12,5W sendiafl
- Vinnur öll AIS merki og skilaboð
- Hefur allar viðurkenningar, svo sem IMO og Solas
- Vatnsþétt IP 67
- Litaskjár með sjókortamöguleika
- Allir tengimöguleikar, NMEA 0183, NMEA 2000 og WiFi
- Fullkomin AIS vinnsla, AIS skilaboð, MOB og SART vöktun, AtoN, og veður/ umhverfisvöktun.
EM-TRAK B350, Class B AIS Tæki
EM-trak B350 er Class B AIS tæki sem er með meira sendiafl og notar SOTDMA aðferðina til að stjórna sendingum.
Þetta gerir það að verkum að það er langdrægara en eldri Class B AIS tæki og minnkar stórlega líkurnar á að sendingar frá því detti út úr vaktkerfi Vaktstöðvar siglinga.
B350 sendir út meira en tvöfalt sterkara merki en standard Class B tæki, auk þess að senda allt að 5 sinnum örar, á SOTDMA sem er sama sendingafyrirkomulag og á Class A tækjum.
Tækið er fyrirferðarlítið og vatnsþétt og hentar því vel við allar aðstæður.
Helstu eiginleikar:
-
- 5W sendiafl
- SOTDMA sendingar
- Innbyggt GPS loftnet, hægt að tengja útiloftnet
- Vatnsþétt, IP 67
- NMEA 0183 og NMEA 2000
EM-TRAK I100 – AIS sendir fyrir slöngubáta ofl.
EM-trak I100 Identifier er AIS Cass B tæki sem er byggt inn í vatnsþétt hús og ætlað til notkunar í bátum sem hafa lítið eða ekkert rafkerfi.
EM-trak AIS I100 Identifier hefur bæði GPS og VHF loftnet byggð inn í hús sem er vatnsþétt upp á IP 68. Einnig er í húsinu hleðslurafhlaða sem getur haldið tækinu gangandi í allt að viku tíma milli hleðsla.
Tækið kemur sem fullkomið sett, með festingum og hleðslutæki.