Fiskileitartæki


Dýptarmælar
Við bjóðum upp á fjölmargar gerðir dýptarmæla fyrir allar stærðir skipa og báta frá Kaijo Sonic, JRC, Raymarine, SeaPix og WASSP.

Fjölgeislamælar
„Multi Beam“ eða fjölgeisla dýptarmælar senda samtímis 224 sendigeisla 120° þvert á skipið bak/stjór undir skipinu (WASSP) eða 120°bak/stjór og 120° fram/aftur (SeaPix).

Straummælar
Við bjóðum upp á vandaða straummæla frá JRC og Kaijo Sonic sem nota fjögurra geisla botnstykki til að reikna straumhraða og straumstefu á mismunandi dýpi

Botnstykki

Sónarar
Við bjóðum margar gerðir sónartækja frá Kaijo Sonic, JRC og Wesmar. Sónartæknin notar hljóð, dreifingu þess frá hljóðgafa og endurvarp til að finna fisklóðningar í kring um skipið/bátinn.

Trollsónarar
Við bjóðum upp á trollsónarkerfi frá Wesmar.
Wesmar er einn af leiðandi framleiðendum á höfuðlínusónurum í heiminum. Skipstjórnendur sem hafa notað Wesmar höfuðlínusónar tala um einstaka aðgreingu á fiskilóðningum o.fl. sem þeir hæla.

Aflanemar
Við bjóðum upp á aflanema frá Wesmar sem ganga hvort sem er inn á Wesmar höfuðlínusónarkerfi eða höfuðlínusónarkerfi frá öðrum framleiðendum.