MLD stýranlegir toghlerar

MLD toghlerarnir eru byltingarkennd nýjung í flottrollsveiðum vegna stillingarmöguleika þeirra og hæfni til að aðlagast mismunandi veiðarfærum og aðstæðum.

Hlerarnir koma í fjórum meginútfærslum.

  1. Fastir óstillanlegir hlerar sem hafa þó sömu eiginleika og stillanlegu hlerarnir þegar kemur að stöðugleika og hve þeir eru léttir í drætti.
  2. Hlerar sem hafa stillanlega flapsa sem hægt er að stilla til að breyta virkri stærð hlerans. Þetta er gert á mekanískan hátt og mælt með að gera í landi til að minnka slysahættu.
  3. Hlerar sem hafa stillanlega flapsa sem breyttt er á einfaldan hátt með vökvatjakk og vökvadælu án þess að taka hlerana inn á dekk. Þetta gefur möguleika á að aðhæfa hlerana aðstæðum á einfaldan hátt án þess að stefna mönnum á hættu með að taka hlerana inn á dekk í slæmum aðstæðum.
  4. Fullkomið trollstjórnunarkerfi þar sem hægt er að fjarstýra hlerunum frá skipi meðan togað er. Þetta gerir kleift að bregðast við breytingum svo sem straums, þyngra trolls þegar fiskur kemur í poka og hægt að lyfta eða sökkva trolli mun hraðar en með hefðbundnum búnaði

MLD hlerarnir hafa verið til reynslu í Færeyjum undanfarin ár og útgerðir þeirra skipa sem reynt hafa þá hafa almennt keypt hlerana í loka reynslutímans.

Við erum með hlerana til prófunar um borð í íslensku skipi og lofa þær góðu.

MLD vörur og eiginleikar MLD fastir hlerar MLD stillanlegir hlerar  MLD vökvastillanlegir hlerar MLD trollstýrikerfi
Hönnun hlera        
Léttir í drætti
Auðvelt að kasta og hífa
MLD flapsakerfi Nei
Þarf að breyta festipunktum Nei Nei
Trollstjórnun        
Stillanleg stærð hlera Nei Já, handvirkt, mekanískt   Já, sjálfvirkt
Stillanleg stærð um borð Nei Ekki mælt með  
Stýranlegir Nei Nei  
Uppfæranlegir í næsta módel fyrir ofan Nei Nei, er toppmódelið
Sjálfvirkni        
Sjálfvirkt dýpi trolls Nei Nei Nei
Sjálfvirk fjarlægð trolls frá botni Nei Nei Nei
Sjálfvirkt hlerabil Nei Nei Nei

Köstun MLD hleranna

Hífing MLD hleranna

Flokkur: Merkimiði: