Raymarine er án efa þekktasti framleiðandi heims á sambyggðum siglingatækjum fyrir minni báta. Auk þeirra framleiða þeir ýmis önnur tæki svo sem sjálfstýringar, talstöðvar, AIS tæki svo eitthvað sé nefnt. Raymarine tæki eru í mjög mörgum bátum hér við land og hafa reynst ákaflega vel.
Raymarine Evolution sjálfstýringar
Raymarine Evolution eru vandaðar sjálfstýringar sem henta vel til notkunar í handfærabáta og aðra notkun þar sem ekki er krafist fullkomins útistýris.
Stýriseiginleikarnir eru mjög góðir, jafnvel án GPS kompáss þar sem hún hefur innbyggðan rafeindagírónema í stjórntölvuna.
Einnig vinnur hún mjög vel með Raymarine C og E línu tækjunum og siglir leiðir og í staka punkta sem hægt er að stjórna beint frá þeim tækjum.
Stýringarnar eru í grunninn settar saman úr 4 einingum.
- Stjórntölvu/ kompás
- Stjórnborði
- Mótordrifeiningu
- Stýrisdælu
Þessar einingar eru mismunandi eftir stærð og eiginleikum báta og þarf að velja saman eftir bát og fyrirhugaðri notkun
Raymarine býður upp á fjölbreytt úrval eininga sem hægt er byggja upp kerfi úr sem henta öllum bátum og stýrisbúnaði.
Einnig er oft hægt að fá samsett kerfi með dælu og öllu sem þarf fyrir mjög hagstætt verð.
Raymarine/ Flir AX8 vélarrúms eftirlitsmyndavél
Byltingarkennd nýjung í vélarrúmseftirliti.
Auk þess að vinna sem hefðbundin myndavél sem sýnir skýra mynd af því sem er í gangi í vélarrúminu vinnur vélin einnig sem hitamyndavél.
Hægt er að stilla inn 6 mælipunkta í myndinni og láta myndavélina mæla með mikilli nákvæmni hitann í hverjum fyrir sig eða hitamun milli tveggja punkta.
Ef hitinn fer yfir eða undir valin gildi gefur myndavélin aðvörun þannig að hægt er að grípa til aðgerða áður en brunar eða önnur slys verða.
Raymarine AIS700, AIS tæki með innbyggðum VHF loftnetsdeili
Raymarine AIS er Class B AIS tæki sem er með meira sendiafl og notar SOTDMA aðferðina til að stjórna sendingum.
Þetta gerir það að verkum að það er langdrægara en eldri Class B AIS tæki og minnkar stórlega líkurnar á að sendingar frá því detti út úr vaktkerfi Vaktstöðvar siglinga.
AIS700 sendir út meira en tvöfalt sterkara merki en standard Class B tæki, auk þess að senda allt að 5 sinnum örar, á SOTDMA sem er sama sendingafyrirkomulag og á Class A tækjum.
Tækið er fyrirferðarlítið og vatnsþétt og hentar því vel við allar aðstæður.
Innbyggður loftnetsdeilir gerir mögulegt að samnýta VHF loftnet með talstöð
Helstu eiginleikar:
- 5W sendiafl
- SOTDMA sendingar
- Vatnsþétt, IP 67
- NMEA 0183 og NMEA 2000
- Innbyggður VHF loftnet deilir
Raymarine Axiom fjölnotaplotter
Mjög öflugt fjölnotatæki, fáanlegt með innbyggðum dýptarmæli sem sýnir þrívíddarmynd af botni auk fisklóðninga.
Axiom tækið er með hraðvirkum fjögurra kjarna örgjörva, snertiskjá og mjög einföldu og aðgengilegu stýrikerfi með íslensku notendaviðmóti.
Það getur unnið sem þungamiðja í fullkomnu stjórnkerfi báta og hægt að tengja við það fjöldan allan af tækjum sem stjórnað er miðlægt frá því, svo sem radar, sjálfstýringu, AIS tæki, myndavélar, vélbúnað bátsins og hljóðkerfi hans svo eitthvað sé nefnt.
Axiom tækið hefur bæði WiFi og bluetooth tengingu og getur því tengst öllum nýrri snjalltækjum sem býður upp á nær endalausa möguleika.
Hægt er að keyra fjölda smáforrita (APP) á Axiom línunni svo sem Spotify, Netflix ofl. sem eykur enn á notagildi þessara tækja.
Vinnuspenna Axiom er 12 volt og það tengist öðrum tækjum í bátnum með NMEA 2000 netkerfistengingu.
Axiom tækið er fáanlegt í þremur stærðum 7”, 9” og 12” skjástærð. Tækið er bæði hægt að festa ofan á borð eða fella inn í mælaborð.
Raymarine Axiom Pro fjölnotaplotter
Mjög öflugt fjölnotatæki, fáanlegt með innbyggðum dýptarmæli sem sýnir þrívíddarmynd af botni auk fisklóðninga. Einnig er innbyggður í það mjög öflugur 1 Kw. dýptarmælir fyrir veiðar á djúpu vatni.
Ef þörf er á öflugri dýptarmæli er hægt að tengja við tækið 2 kw. dýptarmæliseiningu sem ræður við allar fiskveiðar minni og meðalstórra báta.
Axiom Pro tækið er með hraðvirkum fjögurra kjarna örgjörva, bæði snertiskjá og takkaborði (HybridTouch) og mjög einföldu og aðgengilegu stýrikerfi með íslensku notendaviðmóti.
Það getur unnið sem þungamiðja í fullkomnu stjórnkerfi báta og hægt að tengja við það fjöldan allan af tækjum sem stjórnað er miðlægt frá því, svo sem radar, sjálfstýringu, AIS tæki, myndavélar, vélbúnað bátsins og hljóðkerfi hans svo eitthvað sé nefnt.
Axiom Pro tækið hefur bæði WiFi og bluetooth tengingu og getur því tengst öllum nýrri snjalltækjum sem býður upp á nær endalausa möguleika.
Hægt er að keyra fjölda smáforrita (APP) á Axiom línunni svo sem Spotify, Netflix ofl. sem eykur enn á notagildi þessara tækja.
Vinnuspenna Axiom Pro er 12 og 24 volt og það tengist öðrum tækjum í bátnum með NMEA 0183 og NMEA2000 netkerfistengingu.
Axiom tækið er fáanlegt í þremur stærðum, 9”, 12” og 16” skjástærð. Tækið er bæði hægt að festa ofan á borð eða fella inn í mælaborð.
Raymarine Axiom XL fjölnotaplotter
Axiom XL fjölnotatækið er toppurinn í Raymarine Axiom línunni og býður upp á stærri skjái og enn meiri tengimöguleika en minni tækin Axiom og Axiom Pro.
Axiom XL er til í fjórum skjástærðum 16”, 19”, 22” og 24“ til innfellingar í púlt og býður upp á mikla vinnslugetu og einfalda notkun á stórum skjá. Axiom XL er með mjög björtum LCD skjá sem sést fullkomlega á, jafnvel í bjartasta sólskini.
Tækið er einnig fullkomlega vatnsþétt og hannað til þess að vera sett upp og notað við erfiðustu aðstæður.
Axiom XL hefur gríðarlega tengimöguleika og getur tengst miklum fjölda annarra tækja og unnið sem þungamiðjan fullkomnu stjórnkerfi báta og skipa. Sem dæmi um tæki sem geta tengst Axiom XL má nefna radar, sjálfstýringu, AIS tæki, myndavélar, vélbúnað bátsins og hljóðkerfi hans svo eitthvað sé nefnt.
Axiom Pro tækið hefur bæði WiFi og bluetooth tengingu og getur því tengst öllum nýrri snjalltækjum sem býður upp á nær endalausa möguleika.
Einnig er Axiom XL bæði með HDMI inn og út skjátengi þannig að bæði er hægt að tengja stóra skjái við tækið til að varpa mynd þess á og nýta það sem skjá við siglingatölvu eða annan tölvubúnað.
Hægt er að keyra fjölda smáforrita (APP) á Axiom línunni svo sem Spotify, Netflix ofl. sem eykur enn á notagildi þessara tækja.
Vinnuspenna Axiom XL er 12 og 24 volt og það tengist öðrum tækjum í bátnum með NMEA 0183 og NMEA2000 netkerfistengingu.
Raymarine CAM210 IP myndavél
Raymarine CAM210 IP myndavélin er sterkbyggð og ljósnæm háupplausnarmyndavél sem hentar vel til allrar notkunar bæði innan og utan dyra.
Er með áföstu sólskyggni og í nettu húsi sem einfaldar uppsetningu við alla aðstæður.
- Gengur beint inn á Raymarine fjölnotaplottera
- Fær spennu frá netkaplinum
- Bjartar innrauðar ljósdíóður gera notkun mögulega í svarta myrkri
- Stafrænn móðueyðir gefur skarpa mynd í slæmu skyggni
- Tölvustýrð Innrauð lýsing tryggir bestu myndgæði við öll birtuskilyrði
- 6 mm linsa, sjónsvið 53°
Raymarine CAM220 IP myndavél
Raymarine CAM220 IP myndavélin er sterkbyggð og ljósnæm háupplausnarmyndavél sem hentar vel til allrar notkunar bæði innan og utan dyra.
Er í nettu húsi sem einfaldar uppsetningu við alla aðstæður.
- Gengur beint inn á Raymarine fjölnotaplottera
- Fær spennu frá netkaplinum
- Bjartar innrauðar ljósdíóður gera notkun mögulega í svarta myrkri
- Tölvustýrð Innrauð lýsing tryggir bestu myndgæði við öll birtuskilyrði
- 3,6 mm linsa, sjónsvið 93°
Raymarine Dragonfly Pro
Raymarine Dragonfly Pro er sambyggður plotter og dýptarmælir sem hentar afar vel til notkunar í litlum bátum, hvort heldur sem þeir eru notaðir sem skemmti eða vinnubátar.
Plotterinn er mjög skýr og bjartur, og dýptarmælirinn gefur góða mynd á grunnu vatni en hentar ekki á miklu dýpi.
Tækið vinnur á 12 volta spennu, en hefur engar NMEA tengingar þannig að það getur ekki tengst öðrum siglingatækjum og er hentar því ekki ef þörf er á því.
Tækið fæst í 2 stærðum, 5” og 7”
Raymarine Element plotter/dýptarmælir
Raymarine Element er einfaldur plotter/dýptarmælir á hagstæðu verði með meiri tengimöguleikum en í Dragonfly, en án snertiskjás og þróaðri möguleika sem finna má í Axiom línunni.
Element er til í þremur skjástærðum, 7”, 9” og 12 tommu og í tveimur mismunandi dýptarmæla útfærslum, Element HV og Element S.
Skjárinn er mjög bjartur háupplausnar skjár sem sést vel á við allar aðstæður, jafnvel í björtu sólskini.
Vinnuspenna Axiom XL er 12 volt og það tengist öðrum tækjum í bátnum með NMEA2000 netkerfistengingu auk þess að geta tengst Raymarine Quantum radarskannernum þráðlaust.
Raymarine Evolution sjálfstýringar
Sjálfstýringar fyrir minni báta sem hafa frábæra stýringareiginleika á hagstæðu verði
Raymarine Evolution eru vandaðar sjálfstýringar sem henta vel til notkunar í handfærabáta og aðra notkun þar sem ekki er krafist fullkomins útistýris.
Stýriseiginleikarnir eru mjög góðir, jafnvel án GPS kompáss þar sem hún hefur innbyggðan rafeindagírónema í stjórntölvuna.
Einnig vinnur hún mjög vel með Raymarine C og E línu tækjunum og siglir leiðir og í staka punkta sem hægt er að stjórna beint frá þeim tækjum.
Stýringarnar eru í grunninn settar saman úr 4 einingum.
- Stjórntölvu/ kompás
- Stjórnborði
- Mótordrifeiningu
- Stýrisdælu
Þessar einingar eru mismunandi eftir stærð og eiginleikum báta og þarf að velja saman eftir bát og fyrirhugaðri notkun
Raymarine býður upp á fjölbreytt úrval eininga sem hægt er byggja upp kerfi úr sem henta öllum bátum og stýrisbúnaði.
Einnig er oft hægt að fá samsett kerfi með dælu og öllu sem þarf fyrir mjög hagstætt verð.
Raymarine Quantum ratsjá
Raymarine Quantum ratsjáin er næsta kynslóð ratsjáa sem notar Chirp tækni.
Hún setur ný viðmið fyrir litlar magnetrónulausar ratsjár og gefur afburða ratsjármynd bæði á styttri og lengri vegalengdum.
WiFi tenging ásamt grönnum köplum einfaldar uppsetningu, og magnetrónulaus hönnunin bæði minnkar örkunotkun og stórminnkar skaðlega geislun frá ratsjánni.
Það er auðvelt að skipta eldri Raymarine ratsjám út fyrir hina nýju Quantum ratsjá þar sem gatmál fyrir festingar eru hinar sömu og hægt nota sama kapalinn áfram með breytistykki.
Hámarks skali ratsjár 24 sjámílur
Raymarine Quantum 2 Doppler ratsjá
Raymarine Quantum 2 Doppler ratsjáin er næsta kynslóð ratsjáa sem notar Chirp tækni, og Doppler tækni til að meta árekstrarhættu.
Doppler tæknin gefur möguleika á því að meta hvort ratsjármörk eru að nálgast eða fjarlægjast og og litamerkir þau samkvæmt því. Þau mörk sem eru að nálgast og valda mögulegri árekstrahættu eru lituð rauð meðan örugg mörk verða græn.
Þessi ratsjá setur ný viðmið fyrir litlar magnetrónulausar ratsjár og gefur afburða ratsjármynd bæði á styttri og lengri vegalengdum.
WiFi tenging ásamt grönnum köplum einfaldar uppsetningu, og magnetrónulaus hönnunin bæði minnkar örkunotkun og stórminnkar skaðlega geislun frá ratsjánni.
Það er auðvelt að skipta eldri Raymarine ratsjám út fyrir hina nýju Quantum ratsjá þar sem gatmál fyrir festingar eru hinar sömu og hægt nota sama kapalinn áfram með breytistykki.
Hámarks skali ratsjár 24 sjámílur
Ray53 VHF talstöð
Ray 53 talstöðin er lítil og nett en þó með alla möguleika sem talstöðvar þurfa að hafa.
Stöðin er með 25 w sendiafl, Class D DSC og innbyggðan GPS móttakara og uppfyllir allar kröfur stjórnvalda um talstöðvar í bátum.
Helstu eiginleikar:
- Lítil og nett DSC talstöð
- Innbyggður GPS/GNSS móttakari með tengi fyrir útiloftnet
- NMEA 0183 og NMEA2000 gagnatengi
- Tengi fyrir aukahátalara
- Hægt að fella inn eða festa í meðfylgjandi bracket
- Útlit í stíl við Axiom fjölnotaplotterana
Flir M232 hitamyndavél
Flir M232 hitamyndavélin er ein minnsta og ódýrasta hitamyndavélin frá Flir. Hún er mótorstýrð og hægt að snúa henni í 360°og halla henni í hvaða gráðu sem er.
Hún er mjög einföld í uppsetningu og þarf einungis einn kapal úr brú og upp í myndavélina
Upplausnin er 320*240 punktar sem gefur skýra mynd af bátum, siglingamerkjum og hindrunum á siglingaleið hvort sem er í svarta myrkri eða á móti blindandi sól.
Sé hún tengd inn á Raymarine fjölnotaplotter, nýtir hann hina einstöku Clear cruise tækni til að greina sjálfvirkt hluti í umhverfinu og sýna á skýran hátt hvar þeir eru.
Flir M300 myndavéla línan
Flir M300 myndavélalínan setur ný viðmið í myndavélatækni fyrir skip og eykur öryggi í siglingum svo um munar. Með því að bæta veltuleiðréttingu við framúrskarandi myndgæði, bæði á hitamynd og sýnilegri mynd tekur hún afgerandi forystu á þessu sviði.
M300 myndavélarnar eru til sem hefðbundnar ofurljósnæmar vélar með gríðarmiklum aðdrætti, hágæða hitamyndavélar og tvöfaldar vélar sem sameina eiginleika beggja myndavélagerðanna.
Hún er mótorstýrð og hægt að snúa henni í 360° og halla henni í hvaða gráðu sem er.
Upplausn hitamyndavélarinnar er allt að 640*480 punktar sem gefur skýra mynd af bátum, siglingamerkjum og hindrunum á siglingaleið hvort sem er í svarta myrkri eða á móti blindandi sól.
Upplausn hefðbundnu myndavélarinnar er 1080p eða full HD, með 30X aðdrætti og ljósnæmi upp á 0,1 lux
Sé hún tengd inn á Raymarine fjölnotaplotter, nýtir hann hina einstöku Clear cruise tækni til að greina sjálfvirkt hluti í umhverfinu og sýna á skýran hátt hvar þeir eru.
Einnig er hægt að tengja hana við og stýra frá helstu siglingaforritum svo sem Maxsea Timezero.