Sailor sem eru í eigu danska fyrirtækisins Thrane&Thrane eru óumdeildir leiðtogar á sviði fjarskiptabúnaðar fyrir skip af öllu stærðum. Sailor tækin eru um borð í nær öllum skipum íslenska flotans og við hjá Sónar ætlum okkur að sjá til þess að þannig verði það áfram um ókomna tíð.

SAILOR 150 Fleet Broadband

Vörunúmer: 403742A
Fleet Broadband gervihnattafjarskiptakerfi fyrir tal og Internettengingu.

SAILOR 150 Fleet Broadband kerfið er fyrirferðarlítið kerfi sem býður upp á bæði síma og  Internet tengingu. Kerfið er einfalt í uppsetningu og þarf einungis einn kapal á milli móðurstöðvar og loftnets.

Kerfið hentar vel í allar gerðir minni báta sem aðallausn fyrir internet og í stærri skip sem varaleið fyrir V-Sat kerfi

Helstu eiginleikar:

  • Hagstætt verð
  • Sími og gagnaflutningur samtímis
  • 150 Kbits á sek gagna hraði
  • IP tenging fyrir Internet og tölvupóst
  • LAN tengi fyrir staðarnet
  • IP síma tengi og símtól.

Sailor 6150 Mini-C

Vörunúmer: 406150A-00500
Sailor Mini-C tæki með neyðarhnappi fyrir skip sem ekki þurfa GMDSS samþykkt Mini -C tæki.

SAILOR 6150 Mini-C tækið er sérstaklega ætlað til þess að sinna sjálfvirkri tilkynningarskyldu skipa sem eru utan drægis strandstöðva.

það getur einnig sinnt fjarskiptum svo sem telex og tölvupóstsendingum og móttöku.

SAILOR Mini-C tæki eru vinsælustu tækin í sínum flokki í íslenskum skipum vegna einfaldleika í notkun og rekstraröryggis. 

Helstu eiginleikar:

  • Einfalt í uppsetningu, sendir, móttakari og loftnet sambyggð.
  • Sjálfvirk tilkynningarskylda, fjarstýrð frá vaktstöð siglinga
  • Telex fjarskipti
  • Sending og móttaka tölvupósts
  • Neyðarhnappur sem sendir staðsetningu og nafn skips í neyð
  • Innbyggður 50 rása GPS

SAILOR 6110 Mini-C GMDSS

Vörunúmer: 406110A-00500
SAILOR GMDSS approved Mini-C tæki með SAILOR 6006 snertiskjá terminal.

Nýtt og öflugt Inmarsat Mini-C tæki með  snertiskjá. þetta tæki er mjög einfalt í notkun og býður upp á sendingar á Telex skeytum, tölvupósti og staðsetningartilkynningum.

Snertiskjárinn er fyrirferðarlítill  og þægilegur í uppsetningu og getur að sjálfsögðu tengst öðrum fjarskiptabúnaði skipsins um Thranelink netkerfið.

Helstu eiginleikar:

  • Fyrsta snertiskjástýrða Inmarsat C tæki í heimi
  • Valmyndir með einföldum táknmyndum
  • Sést vel á tækið á nóttu sem degi
  • Ferileftirlit og skilaboðasendingar um allan heim
  • LRIT möguleiki
  • SSAS möguleiki
  • Enn rekstaröruggara en fyrr

Sailor 6215 VHF talstöð

Vörunúmer: 406215A
Sterkbyggð og vatnsþétt talstöð með Class D DSC og neyðarhnappi.

SAILOR 6215 talstöðin er öflug stöð sem ætluð er til notkunar í atvinnu og fiskibátum þar sem þörf er á hágæða fjarskiptabúnaði.

Hún er með Class D DSC móttöku og neyðarhnappi sem getur sent út neyðarkall með staðsetningu báts með einni snertingu.

Hún er fánleg bæði með handmíkrófóni og gamaldags símtóli að hætti SAILOR.

Helstu eiginleikar:

  • Mjög sterkbyggð og þolir aðstæður til sjós
  • Tveggja rása vöktun (Dual watch)
  • Notar allar alþjóðlegar VHF rásir
  • Hægt að forrita 60 prívat rásir
  • Fullkomin rásaleitun
  • Öflugur 6W hátalari
  • Fyrirferðarlítil og þægileg í uppsetningu
  • Hægt að endurspila síðustu móttöku
  • Stór skjár með skýrum tölum
  • Kallkerfismöguleiki

Sailor 6222 VHF talstöð með DSC

Vörunúmer: 406222A
Fullkomin VHF talstöð með Class A móttöku, viðurkennd til notkunar í öllum stærri skipum.

SAILOR heldur uppteknum hætti og setur ný viðmið í fjarskiptatækni með hinni nýju og fullkomnu 6222 VHF talstöð.

Hún er hlaðin eiginleikum og getur bæði unnið ein sér og sem hluti af fullkomnu GMDSS kerfi skipa fyrir öll hafsvæði heims.

Hún hefur bjartan og skýran skjá sem getur sýnt upplýsingar í mismunandi litum til þess að vinna sem best við öll birtuskilyrði. Einnig hefur hún gamla góða SAILOR tólið sem alltaf stendur fyrir sínu.

Helstu eiginleikar:

  • Endurspilun síðustu móttöku, nú allt að 240 sekúndur
  • Hágæða skjár, stillanlegur fyrir öll birtuskilyrði
  • Öflugur 6 W hátalari
  • Einföld og skilvirk uppsetning valmynda
  • Stórir og góðir takkar
  • SAILOR tólið sem alltaf stendur fyrir sínu
  • Thranelink netkerfi til tengingar við öll nýrri SAILOR fjarskiptatæki

SAILOR 6248 VHF talstöð

Vörunúmer: 406248A-00500
Vönduð VHF talstöð án DSC möguleika.

Mjög góð talstöð sem er arftaki hinnar geysivinsælu grænu SAILOR RT 2048 sem er nánast í öllum íslenskum skipum.

Þessi stöð hentar vel þar sem kröfur um góða talstöð eru miklar en DSC möguleika er ekki krafist.

Helstu eiginleikar:

  • Mjög góður sendir og móttakari
  • Öflugur 6W hátalari
  • Hágæða tól
  • Einföld og rökrétt notkun
  • Hágæðaskjár sem sést vel á við öll birtuskilyrði
  • SAILOR endurspilun síðustu móttöku, allt að 240 sekúndur
  • Stórir takkar til þæginda við notkun
  • Thranelink til tengingar við stærri kerfi og einföldunar viðhalds

SAILOR SP3520 – Handtalstöð VHF GMDSS

Vörunúmer: SP3520
Lipur og létt handstöð sem er GMDSS samþykkt. Kemur með hleðslurafhlöðu og hleðslutæki auk Lithium neyðarrafhlöðu.

SAILOR SP3520 talstöðinni fylgir:

  • Talstöð og loftnet
  • Beltisklemma og úlnliðsól
  • Li-Ion hleðslurafhlaða og hleðslutæki
  • Spennubreytir fyrri 220 volta spennu
  • Tenging fyrir 12 volta spennu
  • Notendahandbók
  • Lithium rafhlaða fyrir GMDSS notkun

Auðveld í notkun

SAILOR SP3520 er hönnuð með einfaldleika í huga. Hún fer vel í hendi hvort sem menn eru með eða án vettlinga, blautir eða þurrir.  Stórir takkar sem gefa vel til kynna þegar ýtt er á þá gera hana þægilega í notkun við erfiðar aðstæður á sjó. Stór upplýstur  skjárinn er skýr aflestrar jafnvel í myrkri vegna mildrar rauðrar baklýsingarinnar.

Örugg fjarskipti

Örugg og skýr fjarskipti er það sem þú reiknar með – og færð – með öllum SAILOR fjarskiptabúnaði.

Vatnsþétt – IP67

Stöðin er IP67 samþykkt sem þýðir að hún þolir að liggja á ½ metra dýpi í 30 mínútur.

Tengjanleg við fylgihluti

Hægt er að tengja SAILOR SP3520 stöðina við ýmsa fylgihluti frá SAVOX og Peltor.

Rásir í boði

Allar alþjóðlegar rásir, bandarískar og kanadískar rásir eru fánlegar í stöðinni.
 

Aðrir möguleikar:

  • Stjórnanlegur styrkur á baklýsingu skjás
  • Rafhlöðumælir og rafhlöðusparnarstilling
  • Hraðvalshnappur fyrir rásir
  • Takkaborðslás
  • Fjölrásavöktun og leitari

Sailor 6300 millibylgjutalstöð

Vörunúmer: 4063X0A
Sailor System 6000 MF/HF talstöð sem fæst í 150, 250 eða 500 Watta útgáfu.

Hönnuð með öryggi sjófarenda í huga, tryggir SAILOR 6300 millibylgjustöðin samband við land og önnur skip hvar sem er í heiminum. Ætluð fyrir skip sem ferðast um hafsvæði A2 og upp á A4, er SAILOR 6300 líflína fyrir öll skip hvort sem þau eru stór flutningaskip, birgðaskip eða fiskiskip. 

Hönnuð með þarfir notenda í huga býður SAILOR 6300 upp á marga möguleika sveo sem endurspilun á síðustu móttöku, næstu kynslóð Radíótelex og möguleika á mörgum stjórnborðum. Öflugir sendar tryggja hámarks sendiafl á öllum tíðnum.

SAILOR 6300 talstöðin er einföld í notkun og auðveld í uppsetningu sem sparar fé og fyrirhöfn.

Helstu eiginleikar:

  • SAILOR endurspilun 240 sekúndur
  • Skýr og góður skjár
  • Möguleiki á mörgum stjórnborðum
  • Öflugur hátalari
  • Einföld í notkun
  • Örugg í rekstri, lítil bilanatíðni
  • Til í 150W, 250W og 500W útgáfum.

SAILOR 4300 Iridium Certus

SAILOR 4300 Iridium kerfið er fyrirferðarlítið og ótrúlega auðvelt í uppsetningu. Það gefur stöðuga tengingu með allt að 700 Kbps. hraða. Það notar hið nýja gervihnattanet, Iridium Next sem tryggir örugga tengingu hvar sem er í heiminum.

Einnig býður það upp á 3 samtíma talrásir.

Loftnetið er mjög sterkbyggt og hefur enga hreyfanlega hluti og því viðhaldsfrítt.

Þetta kerfi hentar einstaklega vel fyrir þá sem vantar áreiðanlega net tengingu og síma hvar sem er í heiminum.

SAILOR VSAT fjarskiptakúlur

SAILOR VSAT gervihnattafjarskiptakerfin nota 3 ása veltuleiðrétta diska til þess að fá örugga háhraðatengingu við gervihnetti við erfiðar aðstæður á sjó.

Þau eru hönnuð til þess að gefa betri árangur en búnaður keppinautanna og vera auðveldari í uppsetningu.

SAILOR VSAT kerfin ganga bæði á standard netkerfum sem sérsniðnum og bjóða upp á stöðuga nettengingu á föstu mánaðarlegu gjaldi. Þau veita áhöfnum skipa meiri lífsgæði með möguleikum á sambandi við umheiminn, fjölskyldu og vini.

Loftnetið er mjög sterkbyggt og bregst eldsnöggt við öllum hreyfingum skipsins sem tryggir að samband er gott jafnvel í verstu veðrum.

Þessi kerfi eru til bæði í Ka og Ku böndunum með stærð disks frá 60 cm.