Anschutz Std.22 gýrókompás

Vörunúmer: 110-813
Vandaður og nákvæmur gýrókompás með mikið rekstraröryggi, fyrir allar stærðir skipa.

Anschutz Std.22 er mest seldi gýrókompás í heim og hefur selst í yfir 10.000 eintökum. Kompásinn er hannaður í einingum sem raðað er upp í kerfi og hentar þannig í allar stærðir skipa. 

Kerfin geta verið allt frá stökum kompás til heildarstjórnkerfis með allt að 3 gírókompásum, inngangi frá GPS eða segulkompás sem varaleið og sjálfstýringu.

Lykileiginleikar:

  • Lágur rekstrarkostnaður vegna lítillar bilanatíðni
  • Nákvæmni +/- 0,1°
  • Fljótur að ná réttri stefnu
  • Sjálfstæðar leiðréttingar á breiddargráðu og hraða, bæði sjálfvirkar og handvirkar
  • Hægt að tengja varakompása inn á kerfið, bæði segul og GPS kompás
  • IMO samþykktur fyrir háhraðaskip
  • Hægt að tengja inn í hvaða kerfi sem með miklu úrvali af tengibúnaði( Interface)

Anschutz NP60 sjálfstýring

Vörunúmer: 3060
Vönduð sjálfstýring fyrir fiskiskip að 60 metra lengd.

Hin fjölhæfa NP60 sjálfstýring  býður upp á mikla nákvæmni við að halda stefnu og fylgja leiðum, auk þess að hafa sveigjanleika til þess að uppfylla þarfir notenda.

Frábærir stýriseiginleikar tryggja örugga siglingu við allar aðstæður.

Sjálfvirk aðlögun að skipshraða og ytri aðstæðum sjá til þess að hreyfingar stýris séu í lágmarki og minnka þannig olíueyðslu og slit á stýrisbúnaði.

Eiginleikar:

  • Aðlagar sig að hraðabreytingum
  • 2 sett af stillingu til mismunandi nota (Sigling/ Veiðar)
  • handvirk stjórnun
  • NMEA inngangur frá siglingatölvum
  • Eiföld í notkun með skýrum skjá
  • Viðurkennd fyrir háhraðaskip.

Raytheon Anschutz PilotStar NX

Hin nýja PilotStar NX sjálfstýring býður upp á afburða stýringu, þökk sé áratuga reynslu Anschuts af sjálfstýringahönnun.

Sérstaða PilotStar NX liggur ekki síst í fjölda eintakra eiginleika og sérstaklega þægilegri notkun með 7” snertiskjá.

Stýringin er með viðurkenningu sem sjálfstýring fyrir öll skip, þar með talin háhraðaskip. Hún notar nýjustu tækni eins og Ethernet samskipti, hefur innbyggða brúarvakt og því auðvelt að tengja inn í ýmis brúarkerfi.

Eiginleikar:

  • Auðveld í notkun með 7” litasnertiskjá og stórum stefnuveljarahnappi
  • Myndræn framsetning á skjá með línuritum af stefnu og styrishreyfingum auk ferils skips auðveldar stillingar á stýringu
  • Forstilltar beygjur einfalda notkun við veiðar
  • Handvirk stjórnun stýris möguleg
  • Uppfyllir kröfur um Ethernet og brúarvöktunarstaðla (IEC 61162-450)