Actisense NDC-4 NMEA multiplexer/ Autoswitch
Tekur saman merki frá mörgum NMEA tækjum og skilar inn á 1 útgang
Þetta tæki getur unnið á tvo vegu. Annarsvegar sem merkjablandari eða Multiplexer. Þá tekur hann merki frá allt að 5 tækjum og skilar þeim í einum merkjastreng út á útganginn. Þann streng er síðan hægt að taka inn á 1 serial port eða USB port á tölvu.
Inngangarnir geta verið með mismunandi upplýsingu og með mismunandi Baud rate frá 4800 – 57.600 baud.
Útgangurinn getur síðan haft baud rate frá 4800-115.200 baud
Inn og útgangar eru fullkomlega einangraðir frá hver öðrum.
Hinsvegar getur það unnið sem sjálfvirkur valrofi á milli tækja. Það væri td hægt að tengja 5 GPS tæki innn á það og síðan útganginn inn á plotter. Þá myndi plotterin nota það GPS tæki sem tengt er inn á inngang númer 1 meðan það vinnur eðlilega. Ef ekki berst merki frá því eða það verður ógilt , þá skiptir Autoswitchinn sjálfvirkt á næst inn gang og síðan koll af kolli.
Nánari upplýsingar um Actisense NDC-4 má finna á vefsíðu framleiðenda – hér