JLN-652 Straummælir

Vandaður straummælir sem getur sýnt straumhraða á mismunandi dýpi. Tengjanlegur við GPS tæki og áttavita og getur þannig sýnt raunhraða og raunstefnu strauma á 50 mismunandi dýpislögum með tölulegum aflestri á 5 lögum.

Straummælirinn getur einnig unnið sem logg sem sýnir hraða skipsins og rekstefnu auk þess að vera 4 geisla dýptarmælir.

 Helstu eiginleikar:

  • 50 straummælingarlög
  • Mælir lóðrétta strauma
  • Nákvæmt 4 geisla botnstykki
  • Sjálfvirk botnlæsing á straumum
  • Þrívíddarframsetning á mældum straumum
  • Senditíðni 240 khz.
  • Mælir strauma frá 2 metrum, allt að 200 m
  • Fjögurra geisla dýptarmælismynd með styrkstilli og truflanadeyfi

Kerfiseiginleikar

   
Mæliaðferð Tveggja ása fjögurra geisla Doppler púlsmæling
Tíðni 240 kHz
Skjáupplausn 1024 x 768 (XGA)
Vinnuspenna 21.6 to 31.2V DC (100 to 230V AC valkostur), Orkunotkun: <270VA
Umhverfiskröfur Hitastig: -15 to 55°C, Rakastic: 0% to 93% án þéttingar raka
Straummælingar
Mælingasvið 0 to 10 kn (nákvæmni± 2% rms eða 0.2 kn, eftir því hvort er stærra)
Framsetning straumstefnu Hringur 360° tölugildi með 32 stefnupunktum
Fjöldi mældra laga  Hámark: 50 lög (Töluleg gildi sýnd af 5 forvöldum lögum)
Dýpi straummælingar 2 til 100 m (í grynnri stillingu), 12 til 2001 m (í venjulegri stillingu)
Botnmæling Lágmarksdýpi: 5m, hámarksdýpi 3501 m.
Dýpisstilling 2-500 m.
Straumviðmiðun Doppler eða GPS
Mæling skipshraða
Fram/ Aftur svið -10 til 40 kn (nákvæmni ± 1% rms eða 0.1 kn, eftir því hvort er stærra )
Bak/ Stjór svið  -10 til 10 kn (nákvæmni ± 1% rms eða 0.1 kn, eftir því hvort er stærra )
Mælingardýpi Botnhraði: 5 til 250 m, Hámark: allt að 3501 m, Vatnshraði: meira en 10 m (bæði sýnt í einu)
Vegalengdamæling 0 til 99,999.99 NM (nákvæmni ± 1% rms eða 0.1 kn, eftir því hvort er stærra )
Sjálfvirk botnlæsing
Almennt
Aðgerðir Straummæling, Skipshraði, Dýpi, Dýptarmælismynd, Ferilritun, Línurit, 3D heildarmæling, Aðvaranir og kerfisprófun.
Skjámyndir Straumur, Skipshraði, Plotter, Línurit, Dýptarmælir 3D heildarmæling strauma
Aðvaranir Straumhraði, Skipshraði, Dýpi, Vegalengd, Sjávarhiti, Vindhraði
Tengimöguleikar
NMEA inngangar V1.5-3.01 Stefna: HDT, VHW, HDM, HDG, THS; Hraði; RMC, VTG; Lat/Lon: RMC, GGA, GLL; Hiti: MTW;
Vindur: MWD, MWV
NMEA útgangar V1.5-3.01  VDVBW, VDVLW, VDVHW, VDDBT, VDDPT, VDCUR, PJRCL (skipshraði og straumar)
Utanaðkomandi trigger Stjórnun sendis frá utanaðkomandi tækjum
Vegalengdar útgangur  4 x Logpúlsar (200 púlsar/ nm)
JRC útgangur  JRC merki fyrir straumupplýsingar
Minnisútgangur USB/ CF minni. Hægt að vista 1000 feril og straumpunkta.
   

1 Raundýpisgildi fara eftir aðstæðum í hafinu

Flokkur: Merkimiði: