Kaijo Sonic SCS-18H Sonar
SCS-18H hentar við allar gerðir fiskveiða, en er sérstaklega viðurkenndur til makrílveiða þar sem tíðnin er sérstaklega hentug til að greina makríl. Langdrægið er um það bil 600 -900 metrar á makrílveiðum.
Hífibúnaðurinn er mjög sterkbyggður og bilantíni lág. Hægt er að halla botnstykkinu beint niður og geislabreidd þess er mjög lítil eða 4°.
Mekanískur stjórnbúnaður botnstykkis veldur því að geislabreidd er óbreytt hvert sem geislanum er snúið.
- Vinnur mjög vel á grunnu vatni
- 90° halli á botnstykki sem gerir að verkum að tækið getur unnið eins og 180°dýptarmælir (fjölgeisla)
- Tíðnin, 164 khz er ein besta makríltíðnin.
- Ferlun á allt að 3 fisktorfum samtímis, (hraði og stefna)
- Mjög sterkbyggð kúla og hífibúnaður
- Sterk harðgúmmíhlíf utan um botnstykkið
- Ný stjórntölva sem býður upp á betri truflandeyfingu, hraðari vinnslu og meiri upplausn.
- Nýtt og endurbætt stjórnborð með fjölda flýtileiða.
- Möguleiki á uppfærslum frá eldri gerðum Kaijo hátíðni sónartækja.
Sjá nánari bækling um Sonic Kaijo Sonic SCS-18H Sonar- hér