Kannad Safelink AIS SART
AIS sendir til notkunar í björgunarbátum til þess að staðsetja þá nákvæmlega í leit og björgun. Kemur í stað eldri Radar SART tækjanna
Kannad Safelink AIS SART er AIS neyðarsendir sem tekinn er með um borð í björgunarbáta þegar skipið er yfirgefið í neyð. Sendirinn sendir nákvæmastaðsetningu til björgunaraðila og tryggir þannig lágmarkstíma við leit og björgun manna úr björgunarbátum. Sendirinn kemur í sérstakri handhægri tösku tilbúinn til notkunar, og er mjög fljótlegt að grípa með þegar skipið er yfirgefið.
Helstu eiginleikar:
- Alþjóðlega viðurkennt
- vatnsþétt niður á 10 metra dýpi
- Flýtur
- Léttur, sterkbyggður og fyrirferðarlítill
- Lágmarks rafhlöðuending 96 tímar
- 6 ára líftími rafhlöðu
- Ljós sem sýna stöðu notkunar
- Innbyggð kerfisprófun
- Kemur í handhægri tösku til að fljótlegt sé að taka með frá borði