Olex siglingatölva

Olex 3D Siglingatölvan er gríðarlega öflugt verkfæri til botnskráningar, siglinga og fiskveiða

Hún sameinar nákvæm kort, mjög ýtarlegar botnupplýsingar og veiðigögn notanda á einum stað og gefur þannig ómetanlega yfirsýn yfir aðstæður og einfaldar alla ákvarðanatöku við fiskveiða.

Olex skrásetur hafsbotnskort með rauntímagögnum frá dýptarmæli og GPS. Skráning dýpisupplýsinga er samfelld og að fullu sjálfvirk.

 Það eru engin takmörk fyrir magni dýpisgagna og með stöðugri söfnun dýpismælinga verðar botnupplýsingarnar stöðugt nákvæmari.

Olex hefur marga möguleika á sjónrænni framsetningu botnmynda, hvort heldur sem er í tvívídd eða þrívídd.

Með Olex er aldrei nokkur vafi á hvernig hafsbotninn lítur út.

 

Olex er öflugt gagnasöfnunarkerfi til að halda utan um fiskveiðigögn svo sem merki, ferla svæði og fleira. Auðvelt er að flokka gögn og halda þeim skipulögðum þannig að auðvelt sé að finna upplýsingar þegar á þarf að halda.

 

Olex tengir kortagögn, hafsbotnsgögn,  notandagögn, og upplýsingar frá AIS og ratsjá saman á einum stað á skýran og  auðsiljanlegan hátt.

Þetta gerir siglingu skipa og báta bæði auðveldari og öruggari auk þess að stuðla að hagkvæmari veiðum.

 

Flokkur: Merkimiði: