Raymarine Axiom XL fjölnotaplotter
Axiom XL fjölnotatækið er toppurinn í Raymarine Axiom línunni og býður upp á stærri skjái og enn meiri tengimöguleika en minni tækin Axiom og Axiom Pro.
Axiom XL er til í fjórum skjástærðum 16”, 19”, 22” og 24“ til innfellingar í púlt og býður upp á mikla vinnslugetu og einfalda notkun á stórum skjá. Axiom XL er með mjög björtum LCD skjá sem sést fullkomlega á, jafnvel í bjartasta sólskini.
Tækið er einnig fullkomlega vatnsþétt og hannað til þess að vera sett upp og notað við erfiðustu aðstæður.
Axiom XL hefur gríðarlega tengimöguleika og getur tengst miklum fjölda annarra tækja og unnið sem þungamiðjan fullkomnu stjórnkerfi báta og skipa. Sem dæmi um tæki sem geta tengst Axiom XL má nefna radar, sjálfstýringu, AIS tæki, myndavélar, vélbúnað bátsins og hljóðkerfi hans svo eitthvað sé nefnt.
Axiom Pro tækið hefur bæði WiFi og bluetooth tengingu og getur því tengst öllum nýrri snjalltækjum sem býður upp á nær endalausa möguleika.
Einnig er Axiom XL bæði með HDMI inn og út skjátengi þannig að bæði er hægt að tengja stóra skjái við tækið til að varpa mynd þess á og nýta það sem skjá við siglingatölvu eða annan tölvubúnað.
Hægt er að keyra fjölda smáforrita (APP) á Axiom línunni svo sem Spotify, Netflix ofl. sem eykur enn á notagildi þessara tækja.
Vinnuspenna Axiom XL er 12 og 24 volt og það tengist öðrum tækjum í bátnum með NMEA 0183 og NMEA2000 netkerfistengingu.
Sjá nánari upplýsingar um Raymarine Axiom XL fjölnotaplotter á vefsíðu framleiðenda – hér