Raymarine Element plotter/dýptarmælir
Raymarine Element er einfaldur plotter/dýptarmælir á hagstæðu verði með meiri tengimöguleikum en í Dragonfly, en án snertiskjás og þróaðri möguleika sem finna má í Axiom línunni.
Element er til í þremur skjástærðum, 7”, 9” og 12 tommu og í tveimur mismunandi dýptarmæla útfærslum, Element HV og Element S.
Skjárinn er mjög bjartur háupplausnar skjár sem sést vel á við allar aðstæður, jafnvel í björtu sólskini.
Vinnuspenna Element er 12 volt og það tengist öðrum tækjum í bátnum með NMEA2000 netkerfistengingu auk þess að geta tengst Raymarine Quantum radarskannernum þráðlaust.
Sjá nánari upplýsingar um Raymarine Element á vefsíðu framleiðenda – hér