SAILOR SP3520 – Handtalstöð VHF GMDSS
Lipur og létt handstöð sem er GMDSS samþykkt. Kemur með hleðslurafhlöðu og hleðslutæki auk Lithium neyðarrafhlöðu.
- Talstöð og loftnet
- Beltisklemma og úlnliðsól
- Li-Ion hleðslurafhlaða og hleðslutæki
- Spennubreytir fyrri 220 volta spennu
- Tenging fyrir 12 volta spennu
- Notendahandbók
- Lithium rafhlaða fyrir GMDSS notkun
Auðveld í notkun
SAILOR SP3520 er hönnuð með einfaldleika í huga. Hún fer vel í hendi hvort sem menn eru með eða án vettlinga, blautir eða þurrir. Stórir takkar sem gefa vel til kynna þegar ýtt er á þá gera hana þægilega í notkun við erfiðar aðstæður á sjó. Stór upplýstur skjárinn er skýr aflestrar jafnvel í myrkri vegna mildrar rauðrar baklýsingarinnar.
Örugg fjarskipti
Örugg og skýr fjarskipti er það sem þú reiknar með – og færð – með öllum SAILOR fjarskiptabúnaði.
Vatnsþétt – IP67
Stöðin er IP67 samþykkt sem þýðir að hún þolir að liggja á ½ metra dýpi í 30 mínútur.
Tengjanleg við fylgihluti
Hægt er að tengja SAILOR SP3520 stöðina við ýmsa fylgihluti frá SAVOX og Peltor.
Rásir í boði
Allar alþjóðlegar rásir, bandarískar og kanadískar rásir eru fánlegar í stöðinni.
Aðrir möguleikar:
- Stjórnanlegur styrkur á baklýsingu skjás
- Rafhlöðumælir og rafhlöðusparnarstilling
- Hraðvalshnappur fyrir rásir
- Takkaborðslás
- Fjölrásavöktun og leitari