Seapix 3D fjölgeisladýptarmælir
Seapix fjölgeisla dýptarmælirinn er eitt þróaðast og fullkomnasta fiskileitartæki heims í dag.
Seapix mælirinn hentar til allra fiskveiða en er sérstaklega hentugur til tog og nótaveiða stærri skipa.
Hann hefur veltuleiðrétt botnstykki sem sýnir 120° geira, bæði langsum eftir stefnu skipsins og þvert á hana. Þetta gerir honum kleift að sýna allt svæðið undir skipinu, bæði lögun botnsins og gerð hans, auk þess að sýna nákvæmlega fisklóðningar með stærð og tegundagreiningu.
Seapix eykur afkastagetu skipa við veiðar og gerið þeim kleift að sækja meir afla með minni tilkostnaði. Öflug tegundagreining mælisins auðveldar ákvarðanatöku við veiðar og lágmarkar meðafla óæskilegra tegunda
Sendiafl | 8 KW |
Tíðni | 150 Khz |
Rúmtaksupplausn | 0,6 rúmmetrar |
Botnskoðunarsvæði | 120°x120°, jafngildi 650 metra á 200 metra dýpi |
Svæði fyrir uppsjávarfisk | 120°x120°, jafngildi 650 metra á 200 metra dýpi |
Svæði fyrir botnlægan fisk | 30°x30°, jafngildi 100 metra á 200 metra dýpi |
Langdrægi | |
Uppsjávarfiskur | Allt að 450 metrum |
Botnskráning | Allt að 600 metrum |
Dýptarmælismynd | Allt að 750 metrum |
Botnlægur fiskur | 250 – 330 metrar, eftir tegundum |
Myndbönd úr skipum með Seapix fjölgeisla dýptarmælinn