Seiwa Explorer 23 black box plotter með WiFi tengingu
Seiwa Explorer 23 WiFi er uppfærsla á hinum vinsæla Explorer 3 sem er í fjölda báta við Íslandsstrendur.
Hann er sérstaklega þægilegur í notkun, allar valmyndir á íslensku og honum fylgir þráðlaus fjarstýring. Hann er með forritanlegum aðgerðatökkum sem notandinn getur forritað til að fara beint í þær aðgerðir sem hann notar oftast.
Hægt er að vista mikinn fjölda merkja og ferla og gagnaumsjón er mjög góð miðað við plottera almennt.
Hann getur notað alla tölvuskjái sem eru með HDMI skjátengi og gefur skarpa háupplausnarmynd
Plotterinn hefur mikla tengimöguleika með bæði NMEA 0183 og NMEA 2000 tengjum. Einnig er hægt að tengja við hann dýptamæliseiningu og nýta sem fiskileitartæki.
Helstu eiginleikar:
- Vinnuspenna 10-35 V
- Kortarauf Micro SD fyrir C-Map og Navionics
- Baklýst takkaborð
- Þráðlaus fjarstýring
- Vatnsþéttni IP 66
- AIS samhæfður
- Allt að 8 stillanlegir gagnagluggar
- Tengjanlegur við Seiwa Black box dýptarmæliseiningu
- Mjög hagstætt verð