Weatherdock Easy2 MOB

Mjög nettur og handhægur AIS/ DSC neyðarsendir sem hægt er að setja í björgunarvesti eða í vasa á flotgalla.

Sendirinn fer sjálfkrafa í gang ef hann lendir í vatni, og sendir neyðarboð í nærliggjandi AIS tæki og VHF talstöðvar sem eru með DSC móttakara sem eru nær allar nýrri talstöðvar á markanum í dag.

Hægt er að forrita í sendinn allt að 8 MMSI númer skipa sem hafa forgang í DSC móttöku frá sendinum.

  • Hægt að setja í flestar gerðir björgunarvesta
  • Sendir AIS neyðarboð í öll AIS tæki í nágrenninu, með rauntíma uppfærslu á staðsetningu manns í sjó
  • Sendir DSC neyðarboð til allra VFH/DSC talstöðva í nágrenninu
  • Að lágmarki 12 tíma rafhlöðuending
  • Mjög skært rautt neyðarljós
  • 1 Watt sending AIS merkis
  • 0,5 Watt sending DSC merkis
  • Fullkomlega sjálfvirk virkjun við að lenda í vatni
  • Flýtur á vatni, þarf ekki flotpoka
  • Engin notkunargjöld
  • Uppfyllir allar reglugerðir

Tæknilegar upplýsingar

  • Rafhlaða: 6V, 2 lithium einingar, CR2
  • Vinnuhitastig: -20 ° C to + 55 ° C
  • Geymsluhitastig: -40 ° C to + 70 ° C
  • Stjórnun:
    • 2 takkar: “TEST” and “ON”
    • Sleði: Virkjun og afvirkjun á sjálfvirkri ræsingu sendisins
  • Stöðuljós: 9 LEDs (1 x “Program Ljós”, 2 x “stöðuljós” and 6 x “Blikkljós”)
  • Rautt neyðarljós
  • Tíðnir:
    • AIS: 161,975 og 162,025 MHz
    • DSC: 156,525 MHz
  • Stærð (L / B / H): 195 x 50 x 30 mm
  • Þyngd: 120 g
 
Flokkur: Merkimiði: