IXS línan af Inverterum
IXS línan af inverterum frá Xunzel inniheldur öfluga invertera sem breyta 12 eða 24 volta DC spennu í hreina sínusbylgju á 230 voltum. Þeir eru einnig með innbyggt hleðslutæki sem hleður rafgeymana frá 230 volta landtengingu auk þess að hafa innbyggða hleðslustýringu fyrir sólarsellur
Þeir henta fyrir öll 230 volta rafmagnstæki og eru einstaklega góðir fyrir viðkvæman rafeindabúnað.
Nánari upplýsingar:
- Allt í einu tæki, Inverter, hleðslutæki og hleðslustýring fyrir sólarsellur
- Breyta rafgeymaspennu í 230 volta spennu með hámarks nýtni
- Gefur út tvöfalt afl í ræsingu
- Tölvustýring eykur aflnýtni og verndar rafhlöður
- Skýr skjár sem sýnir vel virkni tækisins
- Aðvörun fyrir lága rafgeymaspennu og sjálfvirkt straumrof tækis til að koma í veg fyrir skemmdir á rafgeymum vegna of mikillar afhleðslu
- Vörn gegn ofhitnun og yfirálags
- Mjög auðveldur í uppsetningu og notkun
- Einangrun milli inn og útgangs til að tryggja öryggi
- Léttbyggður en sterkbyggður, í rafhúðuðu húsi
- Hentar fyrir allar aðstæður til sjós og lands, mjög hrein útgangsspenna sem hentar vel viðkvæmum raf og tölvubúnaði.