
JRC er einn stærsti framleiðandi siglinga og fjarskiptatækja í heiminum í dag. Þeir framleiða tæki fyrir allar stærðir skipa og báta og má sem dæmi um tæki frá þeim nefna ratsjár, dýptarmæla, GPS tæki, plottera, talstöðvar, gervihnattafjarskiptabúnað ofl.

GPS-124 GPS móttakari
JRC GPS 112 – Alsjálfvirkur 12-rása samtíma GPS móttakari
- Getur tekið við leiðréttingarmerki á RTCM SC-104 útg. 2.0 type 1,2,9 formi.
- Gefur út staðsetningu, stefnu og hraða inn á radar, dýptarmæla, plottera og önnur tæki.
- Innbyggð aðhæfing að 48 kortadatum
- Gefur nýja staðsetningu á sekúndu fresti
- Standard NMEA 0183 útgangur, útgáfa 1,5 0 2,0
- Vinnuspenna 10,8 – 16 Volt DC, 3 wött.
- 15 metra kapall fylgir með áfestu tengi fyrir JRC tæki.

Active Navtex loftnet

JHS-183 Class A AIS tæki
JHS-183 tækið er einfalt í notkun og uppsetningu og hefur val um lit á baklýsingu sem hentar vel til notkunar í myrkri og dagsbirtu.
Sendir og móttakari þess er staðsettur uppi í loftnetinu sem kemur í veg fyrir deyfingu á merki í köplum og tryggir hámarks langdrægi.
Tækið þekkir AIS neyðarsenda og tryggir að merki frá þeim færist alltaf efst í listann yfir sýnileg merki.

JLN-652 Straummælir
Vandaður straummælir sem getur sýnt straumhraða á mismunandi dýpi. Tengjanlegur við GPS tæki og áttavita og getur þannig sýnt raunhraða og raunstefnu strauma á 50 mismunandi dýpislögum með tölulegum aflestri á 5 lögum.
Straummælirinn getur einnig unnið sem logg sem sýnir hraða skipsins og rekstefnu auk þess að vera 4 geisla dýptarmælir.
Helstu eiginleikar:
- 50 straummælingarlög
- Mælir lóðrétta strauma
- Nákvæmt 4 geisla botnstykki
- Sjálfvirk botnlæsing á straumum
- Þrívíddarframsetning á mældum straumum
- Senditíðni 240 khz.
- Mælir strauma frá 2 metrum, allt að 200 m
- Fjögurra geisla dýptarmælismynd með styrkstilli og truflanadeyfi

JFC-180 Dýptarmælir
Öflugur 4 tíðna 3Kw Black box dýptarmælir fyrir millistóra og stærri báta.
Möguleikinn á 4 tíðnum gerir kleift að greina betur milli fisktegunda sem leiðir til betri veiðistýringar, eykur aflaverðmæti og minnkar kostnað.
Helstu eiginleikar:
-
- Öflugur 3 kw sendir
- Black box hönnun fyrir tölvuskjá
- Einfalt stjórnborð sem gerir notkun Hraðvirka og þægilega
- Miklir tengimöguleikar
- Þróuð stafræn myndvinnsla
- 4 tíðnir samtímis
- Flýtiminnistakkar
- Mikið langdrægi
- Ölduleiðrétting frá GPS áttavita
- Tíðni, 38-75 og 130-210 Khz

JFC-800/810 Dýptarmælir
Tveggja tíðna dýptarmælir með mjög björtum og skýrum 10" skjá.
Hentar vel þar sem pláss er lítið en þörf er á öflugum dýptarmæli, án þess að slegið sé af kröfunum til þess að greina vel botnlag og fisk.
Helstu eiginleikar:
- 10,4” Bjartur skjár sem sést vel á í sól
- Tveggja tíðna 50/200 khz, 1 Kw sendir
- Hægt að tengja aukaskjá
- NMEA 0183 inn og útgangur
- Hægt að vista 10 skjámyndir í minni
- Háþróuð stafræn myndvinnsla
- Handvirkar og sjálfvirkar stillingar á styrk og skala.
- Vinnur á 10,8 – 31,2 volta spennu

JFC-7050 Dýptarmælir
Lítill og einfaldur 7” dýptarmælir fyrir minni báta. Tilvalinn fyrir minni báta sem vinna á tiltölulega grunnu vatni og hafa lítið pláss fyrir tæki.
Helstu eiginleikar:
-
- 7” bjartur skjár
- Tveggja tíðna, 50/200 khz, 600W
- Sjálfvirkar og handvirkar stillingar
- Botnstækkari
- Tengjanlegur við GPS og siglingatölvu

JRC NCR-333 Navtex Móttakari
NCR-333 NAVTEX er hágæða pappírslaust navtextæki sem hefur skýran 5,7 tommu LCD skjá og er ómissandi öryggistæki um borð í bátum og skipum.
Hægt er að velja 3 mismunandi leturstærðir eftir því hvað þægilegast er fyrir notandann.
Tækið er með 3. tíðna móttöku, 518 khz alþjóðlega tíðni auk 490 khz fyrir móttöku á íslenskum skeytum og hátíðni móttöku á 4209,5 khz.
Hægt er að tengja prentara við tækið ef óskað er eftir því að fáskilaboðin á pappír.

JLR 21 GPS áttaviti
Eiginleikar:
- JLR-20 er mjög vandaður GPS áttaviti, einfaldur í notkun og með mjög skýrum skjá. Stefnunákvæmni er 0,5 gráður.
- 3 loftnet tryggja mjög stöðuga stefnu og gefa kost á að gefa út veltuupplýsingar til annara tækja um borð.
- Gefur út Heave upplýsingar til að leiðrétta fyrir ölduhæð á dýptarmælum og öðrum tækjum sem geta nýtt slíkar upplýsingar
- Hönnun loftnets lágmarkar truflanir frá snjó sem sest á það og er ekki hentugt til hvíldar sjófugla sem oft geta truflað GPS áttavita.
- JLR-20 kemur að fullu í stað hefðbundinna Gírókompása og er laus við hið kostnaðarfreka viðhald sem þeir krefjast.
- Stuttur ræsitími, uþb. 30 sekúndur þar til fullri nákvæmni á stefnu er náð
Tæknilegar upplýsingar
Útgangar:
JLR-20 hefur í staðalútgáfu.
- JRC NSK format
- Furuno AD10 format
- 5 sjálfstæða NMEA0183 útganga fyrir radar og sjálfstýringar auk GPS / siglingafræðiupplýsinga, Rate of Turn, Roll/Pitch ofl.
- Allir NMEA útgangar hafa stillanlegar setningar með vali um gagnahraða (Baud rate) og millibili á milli setninga.
- Aðvörunarútganga (púls)
- Logg útganga (200 púlsa)

JLR-7600/7900 GPS tæki
Hann notar sama GPS móttakara og stærra tækið JLR-7500 en er með talsvert minni skjá og auðveldara að koma fyrir í minni brúm.
Helstu eiginleikar:
- Skýr og bjartur 4,5” skjár
- 2 litir á baklýsingu, hvítur og appelsínugulur
- Handvirk og sjálfvirk misvísun
- NMEA 0183 inn og útgangar
- 10,8 – 31.2 v. vinnuspenna

JRL-7500 GPS tæki
JLR-7500 GPS tækið er mjög vandað staðsetningartæki með stóran, skýran skjá og mikla tengimöguleika við önnur tæki.
Tækið hentar vel í stærri báta og skip þar sem mikið er af siglingatækjum og þarf að aðlaga GPS tækið að mörgum mismunandi þörfum annarra tækja. Það hefur 4 NMEA ínn og útganga sem allir eru stillanlegir óháð hver öðrum og að auki innbyggt netkort sem eykur tengimöguleikana mjög mikið. Hægt er að samtengja 2 tæki yfir net og samhæfa leiðir og punkta sjálfvirkt
Við hönnun notendaviðmóts þess var lögð áhersla á að gera notkunina einfalda og með sem fæstum skrefum fyrir hverja aðgerð.
Tæknilegar upplýsingar
Skjár: | 5.7”, hvít LED baklýsing 320 x 240 punktar |
Birtustig: | 4 (bjart, meðal, dimmt, af ) |
Vinnuspenna: | 10.8V to 31.2V |
Gagnatengi: | 4 útgangar 1 inngangur |
Púlsatengi: | 2 útgangar, 1 inngangur |
Netkort: | Innbyggt 10/100 Mpbs |
Leiðarpunktar: | 10,000 , atviksmerki 1000 , Nöfn leiðarpunkta 16 stafir |
Leiðir: | 100 með 512 punktum í leið |
Innsetning leiðarpunkta: | Lengd/Breidd, Stefna og fjarlægð, Atvik, Lórantölur |
Sending leiða og punkta: | Yfir netkort og NMEA |
Ferlar: | 2000 punktar |
Plotterskalar: | 0.2, 0.5, 1.2, 5, 10, 20, 50, 100, 200, 300 sjómílur |
Plott milibil: | 1 – 60 sek or 0.01 – 99.99 sjómílur |
Leiðarreikningur: | Val á millil beinnar línu og stórbaugs fyrir hvern legg leiðar. |
Aðvaranir: |
Komuaðvörun, Rekaðvörun, Svæðisaðvörun Af Leið aðvörun, Staðsetningaraðvörun , Hraðaaðvörun, Vegalengdaraðvörun auk Hita og dýpisaðvarana ef nauðsynlegar nemar eru tengdir |
Segulskekkja: | Sjálfvirk eða handvirk |
Einingar: | NM/KTS, kM/kPH, mi/miPH, m, ft, fm, °C or °F |
LORAN C/A breyting: | Breytir Lengd/Breidd í lórantölur |
GPS móttakari: | 12 rása SBAS (WAAS, MSAS, EGNOS) |
NMEA útgáfa: | 1.5, 2.1, 2.3 Bit hraði, 4800, 9600, 19200, 38400 |
Útgangs setningar: | GGA, RMC, GLL, VTG, GSA, GSV, DTM, GBS, GRS, GST, ZDA, GNS, , APB, BOD, BWC, BWR, RMB, XTE, ZTG, AAM, ALR, RTE, WPL, ACK. Ef Straummælir er tengdur við tækið getur það sent frá sér VDR,VHW |
Inngangs setningar: | HDT, THS, BDT, DPT, MTW, CUR, VBW, VHW, ACK, WPL, RTE ALR |
Milli bil sendinga: | 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 sekúndur eða slökkt á setningum |

NWZ-4610 Upplýsingaskjár
Fjölnota skjár fyrir ýmsar upplýsingar frá öðrum tækjum í skipinu.
Helstu eiginleikar:
-
- Skýr og bjartur 4,5” skjár
- 2 litir á lýsingu, hvítur og appelsínugulur
- Hægt að stilla lýsingu samtímis á allt að 10 tækjum í einu.
- Birtir td. Upplýsingar um: Dýpi, staðsetningu, stefnu, hita, veðurupplýsingar og margt fleira