Wesmar hefur framleitt sónartæki í yfir 30 ár. Sónartækin frá þeim hafa reynst sérstaklega vel í snurvoðarbátum hér við land og skilað notendum miklum ávinningi. Nýlega setti Wesmar á markað nýja gerð slíks tækis  sem er mjög fyrirferðarlítið og á mjög hagstæðu verði sem gerir fleirum en áður kleift að nýta sér þá möguleika sem sónartæki bjóða upp á umfram hefðbundna dýptarmæla.

Wesmar framleiðir einnig höfuðlínusónartæki, og hefur náð umtalsverðri markaðshlutdeild á þeim 12 árum sem þeir hafa verið með í þeirri samkeppni. Stór hluti íslenska fjölveiðiskipaflotans er búinn þessum höfuðlínusónar og hefur hann reynst vel og komið með fjölda nýjunga inn í þessa tegund tækja.

Wesmar HD825 sónartæki

Vörunúmer: HD825
Sónar sem hentar til notkunar við flestar fiskveiðar. Sérstaklega hentugur við Makrílveiðar á litlum og meðalstórum bátum.

Nýr sónar sem er sérhannaður fyrir fiskveiðar með sérstaka áherslu á einfalda notkun.

Lyklaborð með tökkum fyrir allar aðgerðir sem skipta mestu máli þannig að hægt sé að hafa hugann við veiðarnar en ekki flettingar í valmyndum.

Eiginleikar:

  • Mjög einfalt stjórnborð með öllum helsu aðgerðum
  • Stafæn vinnsla á myndmerki til þess að lágmarka truflana áhrif
  • Mjög þröngur sendigeisli sem minnkar yfirborðstruflanir
  • True Gravity veltuleiðrétting
  • Mjög fyrirferðarlítill hífibúnaður fyrir minni báta
  • Skjáuppsetningar fyrir allar helstu fiskveiðar

Wesmar TCS785/385 Höfuðlínusónarkerfi

Vörunúmer: 10.00780.0
Höfuðlínusónar með einum höfuðlínusendi

Ný útgáfa af hinu vinsæla höfuðlínusónarkerfi frá Wesmar (áður TCS 770 og 780).

Fáanlegur með tveimur mismunandi höfuðlínustykkjum, 785 sem er eins og eldri stykkin og er með framgeisla, trollskönnun og niðurgeisla og 385 sem er án framgeislans og einungis 12 kíló á þyngd.

Wesmar TCS785 höfuðlínusendir 180 kHz

Vörunúmer: 64.00785.0
Höfuðlínustykki með 180 khz sneiðmynd og 110 khz fram og niðurgeisla.

Vinnudýpi:

Allt að 1.800 metrum
Tíðni: Framleitun 110kHz, niður 110 kHz og trollskönnun 180kHz
Hallaleiðrétting: 30°
Aflanemar: Allt að 6 nemar
Dýpisnemi: Metrar, faðmar og fet
Þyngd: 29,5 kg. þurr, 9,5 kg í sjó

Wesmar TCS385 höfuðlínusendir 180 kHz

Vörunúmer: 64.00385.0
Höfuðlínustykki með 180 khz sneiðmynd og 110 khz niðurgeisla.
Vinnudýpi: Allt að 1.000 metrum
Tíðni: Niður 110 kHz og trollskönnun 180kHz
Hallaleiðrétting: 30°
Aflanemar: Allt að 6 nemar
Dýpisnemi: Metrar, faðmar og fet
Þyngd: 12 kg. þurr, 4,5 kg í sjó