Avitech Pacific MS skjáveggjastýringin

Skjáveggjastýringin frá Avitech sem þróuð hefur verið í samvinnu við Sónar og er sérstaklega hönnuð til notkunar í skipum.

JRC JMR-5400 radar

JMR-5400 radarinn er fullkominn radar fyrir stærri skip með öllum tækninýjungum sem finna má í nýjum radartækjum.

Seapix 3D fjölgeisladýptarmælir

Seapix fjölgeisla dýptarmælirinn er eitt þróaðast og fullkomnasta fiskileitartæki heims í dag.

WASSP F3i Fjölgeisladýptarmælir

Byltingarkenndur dýptarmælir sem sendir 120 gráðu leitargeira sem byggður er upp af 112 geislum þvert á bátinn. Hann getur sýnt fisk talsvert til hliðar við bátinn og hefur innbyggða hörkugreiningu. 

Tranberg kastarar

Tranberg TEF 2650 Xenon kastaranir eru sterkbyggð ljós, hönnuð og smíðuð í Noregi fyrir krefjandi aðstæður norður Atlantshafsins. Xenon peran gefur frá sér bláhvítt ljós sem endurkastast vel af ísjökum og sýnir þá mjög greinilega.

SAILOR fjarskiptatæki

Sailor hefur verið leiðandi vörumerki í fjarskiptabúnaði fyrir skip af öllu stærðum hvað varðar gæði og hversu gott er að vinna á þau. Sailor tækin eru um borð í nær öllum skipum íslenska flotans og með miklu vöruúrvali og öflugri þjónustu á Sailor ætlum við hjá Sónar að stuðla að því að þannig verði það áfram um ókomna tíð.

Sonic Kaijo Denki KDG 300 Straummælirinn

KDG-300 straummælirinn er öflugur straummælir frá Sonic Kaijo Denki.

ComNav P4 sjálfstýring

Ný sjálfstýring sem byggir á áratuga reynslu Comnav á smíði sjálfstýringa fyrir atvinnubáta og skip.

Mjög stór og skýr skjár, flýtihnappar á allar mikilvægustu aðgerðir og nákvæm stýring gerir þessa sjálfstýringu að frábærum kosti fyrir alla sem þurfa að reiða sig á örugga sjálfstýringu.

FLIR M364C hitamyndavél

Flir M300 myndavélalínan setur ný viðmið í myndavélatækni fyrir skip og eykur öryggi í siglingum svo um munar. Með því að bæta veltuleiðréttingu við framúrskarandi myndgæði, bæði á hitamynd og sýnilegri mynd tekur hún afgerandi forystu á þessu sviði.

JLN-652 Straummælir

Vandaður straummælir sem getur sýnt straumhraða á mismunandi dýpi. Tengjanlegur við GPS tæki og áttavita og getur þannig sýnt raunhraða og raunstefnu strauma á 50 mismunandi dýpislögum með tölulegum aflestri á 5 lögum.

Raymarine Axiom Pro fjölnotaplotter

Mjög öflugt fjölnotatæki, fáanlegt  með innbyggðum dýptarmæli sem sýnir þrívíddarmynd af botni auk fisklóðninga. Einnig er innbyggður í það mjög öflugur 1 Kw. dýptarmælir fyrir veiðar á djúpu vatni.

Gill Vindhraðanemar & veðurstöðvar

Gill er enskur framleiðandi á vindhraðamælum og veðurstöðvum. Þeir framleiða breiða línu af veðurmælitækjum, allt frá einföldum vindhraðanemum upp í öflugar veðurstöðvar.

Sónar er eitt af leiðandi fyrirtækjum landsins í innflutningi, sölu og þjónustu á siglinga-, fiskileitar- og fjarskiptatækjum í skip og báta.

Við höfum frá upphafi boðið vönduð tæki auk framúrskarandi þjónustu við allan búnað sem við seljum.

Sónar var stofnað í nóvember  2005 af Guðmundi Bragasyni og Vilhjálmi Árnasyni.

Frábær þjónusta

Við höfum það að markmiði að vera bestir í þjónustu. Þjónustan hjá okkur snýst því fyrst og fremst um að auka velgengni ykkar.

Áratuga reynsla

Við höfum áratugalanga reynslu af þjónustu við fiskimenn. Við skiljum því þarfir ykkar og þekkjum hvaða lausnir henta hverjum og einum.

|

Við veitum ráðgjöf

Við leggjum metnað í að ráðleggja ykkur af heilindum, með ykkar hagsmuni og þarfir að leiðarljósi. Við hlustum á ábendingar ykkar og bregðumst við þeim.

VÖRUFRAMBOÐ

Við leggjum metnað okkar í að eiga eða geta útvegað öll þau tæki sem þarf til notkunar um borð í skipum við Ísland og sækjumst eftir því að eiga gott samstarf við notendur þeirra til þróunar lausna sem geta gert rekstur útgerða hagkvæmari og vinnuumhverfi íslenskra sjómanna þægilegra og öruggara.

Siglingatæki

Fiskileitartæki

Fjarskiptatæki

Annar búnaður

BIRGJAR

Netfang

Sími

+ 354 512 8500

Heimilisfang

Hvaleyrarbraut 2
220 Hafnarfjörður