Sónar er eitt af leiðandi fyrirtækjum landsins í innflutningi, sölu og þjónustu á siglinga-, fiskileitar- og fjarskiptatækjum í skip og báta.
Við höfum frá upphafi boðið vönduð tæki auk framúrskarandi þjónustu við allan búnað sem við seljum.
Sónar var stofnað í nóvember 2005 af Guðmundi Bragasyni og Vilhjálmi Árnasyni.
Frábær þjónusta
Við höfum það að markmiði að vera bestir í þjónustu. Þjónustan hjá okkur snýst því fyrst og fremst um að auka velgengni ykkar.
Áratuga reynsla
Við höfum áratugalanga reynslu af þjónustu við fiskimenn. Við skiljum því þarfir ykkar og þekkjum hvaða lausnir henta hverjum og einum.
Við veitum ráðgjöf
Við leggjum metnað í að ráðleggja ykkur af heilindum, með ykkar hagsmuni og þarfir að leiðarljósi. Við hlustum á ábendingar ykkar og bregðumst við þeim.
VÖRUFRAMBOÐ
Við leggjum metnað okkar í að eiga eða geta útvegað öll þau tæki sem þarf til notkunar um borð í skipum við Ísland og sækjumst eftir því að eiga gott samstarf við notendur þeirra til þróunar lausna sem geta gert rekstur útgerða hagkvæmari og vinnuumhverfi íslenskra sjómanna þægilegra og öruggara.